Greiddu fyrir kynlíf og voru reknir heim

Yasuhiro Yamashita ræddi við blaðamenn í dag.
Yasuhiro Yamashita ræddi við blaðamenn í dag. AFP

Fjórir japanskir körfuboltamenn hafa verið sendir heim af Asíuleikunum en þeir eru sakaðir um að hafa greitt konum fyrir kynlíf.

Leikarnir fara fram í Jakarta í Indónesíu. Leikmennirnir fjórir fóru út af liðshótelinu eftir klukkan tíu á fimmtudagskvöld, fengu sér kvöldverð og „greiddu fyrir kynlíf með vændiskonum,“ sagði Yasuhiro Yamashita, fararstjóri japanska íþróttafólksins.

„Ég skammast mín,“ sagði Yamashita á blaðamannafundi.

Atvikið átti sér stað eftir sigur Japans gegn Katar á fimmtudagskvöld. Leikmennirnir hittu heimamann sem talaði japönsku en hann benti leikmönnunum á stað þar sem þeir gætu hitt konur.

Samkvæmt Yamashita dvöldu leikmennirnir í nokkrar klukkustundir á barnum. Eftir það fóru þeir með fjórum konum þaðan á hótel þar sem þeir dvöldu næturlangt.

„Leikmennirnir flugu heim á eigin kostnað. Þeir sem keppa fyrir okkar hönd eiga að vera fyrirmyndir, ekki einungis á vellinum heldur einnig á öðrum stöðum,“ sagði Yamashita.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert