Vill ekki vera sakaður um frændhygli

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist sannfærður um að Ivanka Trump, dóttir hans, myndi sinna starfi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum „af krafti“. Hann segir það hins vegar ekki koma til greina að tilefna hana í starfið þar sem hann vill ekki láta saka sig um frændhygli.

„Það er heiður að starfa í Hvíta húsinu ásamt frábæru samstarfsfólki og ég veit að forsetinn mun tilnefna afburðaeftirmann í starf Haley. Sá eftirmaður verður ekki ég,“ segir Ivanka í færslu á Twitter.

Nikki tilkynnti um afsögn sína fyrr í dag og kom hún mörgum í opna skjöldu. Haley mun láta af störfum um áramótin og tilkynnti Trump að eftirmaður hennar verði skipaður á næstu tveimur til þremur vikum.

Ummæli Trumps um að vilja ekki vera sakaður um frændhylgi hafa fengið marga til að lyfta brúnum, en það virðist ekki hafa truflað hann hingað til að starfa náið með ættingjum sínum. Ivanka og eiginmaður hennar, Jared Kushner, hafa bæði starfað í Hvíta húsinu sem ráðgjafar forsetans, en hafa þó ekki verið á launaskrá Hvíta hússins.

Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, sækist ekki eftir starfi sendiherra Bandaríkjanna ...
Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, sækist ekki eftir starfi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. AFP
mbl.is
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Antiksalan
Vöruúrval fyrir fagurkera Gjafavöru, jólaskeiðar, jólaóróar, jólaplattar, B&G po...