Ekki skotárás heldur bilaður vatnshitari

Ekki var um skotárás að ræða heldur kom í ljós ...
Ekki var um skotárás að ræða heldur kom í ljós að vatnshitari í skólanum var bilaður og gaf hann frá sér hljóð sem minna á skothljóð. Ljósmynd/Twitter

Skotárás í framhaldsskóla sem lögreglunni í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum barst tilkynning um í morgun reyndist vera bilun í vélbúnaði.

Lögreglan í Hampstead lokaði skólalóðinni og hóf leit af manni sem átti að vera vopnaður skotvopni en hvergi fannst maðurinn né skotvopnið. Í ljós kom að vatnshitari í skólanum var bilaður og gaf hann frá sér hljóð sem minna á skothljóð.

George Brown, talsmaður skólans, segir í samtali við WECT-fréttastofuna að tankurinn hafi gefið frá sér hljóðin í nokkra daga og að hann hafi grunað að tankurinn væri ástæða tilkynningarinnar, en hann telur að lögregluyfirvöld hafi brugðist rétt við með því að leita af sér allan grun.

mbl.is
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...