Óttast fleiri skriður í eldfjallinu

Björgunarsveitir keppast nú við ná til afskekktra svæða á vesturströnd Jövu en miklar úrhellisrigningar á svæðinu gera þeim erfitt um vik.

Rúmlega 400 manns létust  er fimm metra há flóðbylgja á varð í sund­inu á milli indó­nes­ísku eyj­anna Jövu og Súmötru á laug­ar­dag­inn laugardag og hefur verið við að fleiri skriður geti fallið úr hlíðum eldfjallsins Anak Krakatau vegna rigninganna og valdið fleiri flóðbylgjum. 

Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig fjarri ströndum eyjunnar, en stjórn­völd í Indó­nes­íu hafa staðfest að 430 manns séu látn­ir eft­ir nátt­úru­ham­far­irn­ar. Þá er 159 enn saknað og meira en 1.500 eru slasaðir.

Rúmlega 21.000 manns var þá gert að koma sér á brott frá strandsvæðunum.

Móðir og barn koma með hópi fólks að landi eftir …
Móðir og barn koma með hópi fólks að landi eftir að hafa verið flutt frá eyjunni Sebesi í kjölfar flóðbylgjunnar. AFP

Reuters segir rigningarnar gera björgunarsveitum erfitt um vik að komast leiðar sinnar þar sem vegir séu illfærir fyrir þær bílalestir sem eiga að flytja vistir til afskekktari svæða.

„Við höfum þróað eftirlitskerfi sem fylgist sérstaklega með gosskjálfta í Anak Krakatau þannig að við getum sent frá okkur viðvörun snemma,“ sagði Dwikorita Karnawati yfirmaður hjá veðurstofunni og sagði tveggja km svæði í nágrenni eldfjallsins hafa verið lokað fyrir allri umferð.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á svæðinu og er hún í gildi til 4. janúar og vonast yfirvöld til þess að það geri björgunarsveitum auðveldar að koma til aðstoðar.

Björgunarsveitir reynast nú að komast að bænum Sumur á suðvesturhluta Jövu, en skemmdir á vegum gera þeim erfitt um vik. Sjálfboðaliðar hafa þá útbúið bráðabirgðarbrýr úr steypukubbum í nágrenni strandlínunar eftir að flóðbylgjan bar brýrnar sem fyrir voru á brott.

Neyðarskýlum hefur verið komið upp í moskum og skólum.
Neyðarskýlum hefur verið komið upp í moskum og skólum. AFP

Þúsundir hafast við í tjöldum og bráðabirgðaskýlum sem opnuð hafa verið í moskum og skólum við ströndina og er víða sofið þétt. Þá er búið að dreifa hrísgrjónum og núðlum til þeirra sem þar dvelja, en drykkjarvatn, ábreiður og regnheldur fatnaður er af skornum skammti.

Ade Hasanah, dvelur í einu neyðarskýlinu með börnum sínum. Hún segir fólki hafa verið tilkynnt að það geti ekki haldið heim strax.

„Það er öruggt hérna,“ sagði hún. „Við vonum að ef börnin eru örugg, og ef ástandið verður tryggt, að þá getum við bráðum snúið heim aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert