19 látnir og 219 særðir

Súdanskir karlmenn fyrir utan verslanir í borginni Khartoum á jóladag.
Súdanskir karlmenn fyrir utan verslanir í borginni Khartoum á jóladag. AFP

Nítján eru látnir og 219 særðir eftir átök á milli mótmælenda og lögreglu í Súdan. Mótmælagöngur voru haldnar í dag vegna hækkandi brauðverðs.

Tveir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem létust, að sögn talsmanns ríkisstjórnar landsins.

Súdönsk yfirvöld höfðu áður greint frá því að átta hafi látist í átökum í Khartoum og þó nokkrum öðrum borgum síðan mótmælin hófust í landinu 19. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert