Hafa borist 150 ábendingar

Fjöldi ábendinga hefur borist norsku lögreglunni eftir að hún birti …
Fjöldi ábendinga hefur borist norsku lögreglunni eftir að hún birti upptöku úr eftirlitsmyndavél sem sýnir tvo menn á gangi og einn á hjóli fyrir utan vinnustað eiginmanns Anna-Elisabeth. Skjáskot/VG

Norska lögreglan hefur fengið um 150 ábendingar í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 68 ára gömlu Anne-Elisabeth Hagen eftir að hafa birt upptöku úr eftirlitsmyndavél fyrir utan skrif­stofu Toms Hagen, eig­in­manns Anne-Elisa­beth.

Henni var rænt fyr­ir tíu vik­um og krefjast mann­ræn­ingjarn­ir þess að eig­inmaður henn­ar greiði 85,9 millj­ón­ir norskra króna, sem svar­ar til 1,2 millj­arða ís­lenskra króna, í lausn­ar­gjald. Mannræningjarnir fara fram á að greitt verði í raf­mynt sem nefn­ist monero.

Mál Anne-Elisabeth hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst fyrir þær sakir hversu langur tími er liðinn frá því hún hvarf. Eiginmaður hennar, Tom Hagen, skip­ar 172. sætið á lista yfir rík­asta fólkið í Nor­egi, sam­kvæmt lista Kapital-tíma­rits­ins en eign­ir hans eru metn­ar á 1,7 millj­arða norskra króna, sem svar­ar til 23,7 millj­arða króna. Hagen er um­svifa­mik­ill í fast­eignaviðskipt­um og á auk þess 70% hlut í orku­fyr­ir­tæk­inu El­kraft.

Rannsókn er í algjörum forgangi hjá lögreglunni sem er engu …
Rannsókn er í algjörum forgangi hjá lögreglunni sem er engu nær um hvar Anne-Elisabeth er eða hvort hún er lífs eða liðin. AFP

Ábendingar um mannaferðir og ökutæki

Upptakan úr eftirlitsmyndavélinni er frá deginum sem hún hvarf, 31. október í fyrra. Mennirnir þrír sem sjást á upptökunni hafa ekki gefið sig fram við lögreglu en fjöldi ábendinga hefur hins vegar borist.

Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi lögreglu í morgun. Tommy Brøske, sem stýr­ir rann­sókn máls­ins, segir að ábendingarnar tengist meðal annars mannaferðum og ökutækjum. Mennirnir þrír hafa stöðu vitna í málinu og óskar lögregla áfram eftir því að ná tali af þeim. Tveir þeirra sjást á göngustíg fyrir utan skrifstofu Toms en sá þriðji á hjóli.

Lögreglan greindi frá því í gær að vinnustaður Toms hafi verið vaktaður á meðan mann­ræn­ingjarn­ir voru að verki á heim­ili hjón­anna. Brøske segir að rannsóknin sé í algjörum forgangi hjá lögreglunni en lögreglan er engu nær um hvar Anne-Elisabeth er eða hvort hún er lífs eða liðin. Færanlegri lögreglustöð hefur verið komið upp í nágrenni heimilis hjónanna þar sem tekið er á móti ábendingum.

Færanlegri lögreglustöð hefur verið komið upp í nágrenni heimilis hjónanna …
Færanlegri lögreglustöð hefur verið komið upp í nágrenni heimilis hjónanna þar sem tekið er á móti ábendingum. AFP

Frétt Nrk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert