Sagður hafa skipað Cohen að ljúga

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki brugðist við fréttunum en ...
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki brugðist við fréttunum en hann hefur áður þvertekið fyrir að hafa fyrirskipað fyrrverandi lögmanni sínum að fremja lögbrot. AFP

Demókratar hafa í hyggju að hefja rannsókn á ásökunum sem settar hafa verið fram í garð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hann hafi fyrirskipað Michael Cohen, sem lengi var lögmaður hans, að segja fulltrúadeild Bandaríkjaþings ósatt.

Fram kemur í umfjöllun á fréttavefnum Buzzfeed News að Trump hafi gefið Cohen fyrirmæli um að ljúga að þinginu um fyrirætlanir um að reisa byggingu í Moskvu, höfuðborg Rússlands, hliðstæða við höfuðstöðvar forsetans í New York í Bandaríkjunum.

Fjallað er um málið á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar er rifjað upp meðal annars að Cohen hafi þegar viðurkennt að hafa logið um það hvenær verkefninu lyki og verið dæmdur í fangelsi fyrir það sem og fyrir skattsvik og brot gegn lögum og fjármál kosningaherferða.

Trump hefur ekki brugðist við þessum fréttum en hann hefur áður vísað því á bug að hann hafi nokkurn tímann fyrirskipað Cohen að fremja lögbrot.

Þingnefnd á vegum fulltrúadeildarinnar mun rannsaka málið en demókratar fara með forystu hennar. Nýr formaður nefndarinnar, Adam Schiff, ritaði á Twitter að umræddar ásakanir væru með þeim alvarlegustu sem hefðu verið settar fram á hendur forsetanum til þessa.

„Við munum gera það sem er nauðsynlegt til þess að komast að því hvort þetta er satt,“ sagði Schiff. Buzzfeed segir umfjöllun sína byggjast á framburði tveggja ónafngreindra lögreglumanna sem hafi tekið þátt í að rannsaka málið.

mbl.is
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...