Ljósin slökkt um allan heim

St. Basil-dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu var drungaleg að …
St. Basil-dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu var drungaleg að sjá í myrkrinu. AFP

Ljós voru slökkt á mörgum af þekktustu byggingum heims í gær til að vekja fólk til meðvitundar um orkunotkun. Þetta var í þrettánda sinn sem Jarðarstundin var haldin á vegum World Wildlife Fund (WWF).

Ljósmyndarar voru tilbúnir með vélarnar víða um heim til að fanga augnablikið á filmu þegar byggingarnar slökktu á sér ein af annarri. Myndir frá AFP-fréttaveitunni má sjá hér að neðan:

Bygging höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna sker sig úr byggingaskaranum á Manhattan …
Bygging höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna sker sig úr byggingaskaranum á Manhattan í New York. Stuttu síðar voru ljósin í Empire-state turninum einnig slökkt. AFP
Helsta kennileit Parísarborgar, Eiffel-turninn sjálfur, var myrkvaður í gær.
Helsta kennileit Parísarborgar, Eiffel-turninn sjálfur, var myrkvaður í gær. AFP
Kremlin í Moskvu fyrir og eftir að ljós voru slökkt.
Kremlin í Moskvu fyrir og eftir að ljós voru slökkt. AFP
Marina Bay Sands-hótelið er þekkt víða um heim fyrir íburð …
Marina Bay Sands-hótelið er þekkt víða um heim fyrir íburð og glæsileika. AFP
Marina Bay Sands-hótelið var öllu látlausara en vanalega í gærkvöldi.
Marina Bay Sands-hótelið var öllu látlausara en vanalega í gærkvöldi. AFP
Á ljóskösturunum sem alla jafna lýsa upp Notre-Dame kirkjuna í …
Á ljóskösturunum sem alla jafna lýsa upp Notre-Dame kirkjuna í París var einnig slökkt í gær. AFP
Chhatrapati Shivaji-lestarstöðin í Mumbai á Indlandi.
Chhatrapati Shivaji-lestarstöðin í Mumbai á Indlandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert