Vill hleypa nýju lífi í friðarviðræðurnar

Volodimír Selenskij stóð uppi sem sigurvegari í úkraínsku forsetakosningunum.
Volodimír Selenskij stóð uppi sem sigurvegari í úkraínsku forsetakosningunum. AFP

Grínistinn Volodimír Selenskij, sem sigraði í kvöld í úkraínsku forsetakosningunum, heitir því að hleypa nýju lífi í friðarviðræður við aðskilnaðarsinna í landinu, sem bæði Rússar og vesturveldin hafa tekið þátt í.

„Við munum halda Minsk-viðræðunum áfram, hleypa nýju lífi í þær,“ sagði Selenskij á blaðamannafundi í kvöld eftir að útgönguspár í Úkraínu höfðu sýnt að hann hefði hlotið 73% atkvæða. 

Hann sagði jafnframt, að það sem væri mikilvægast er að stöðva átökin. Hann hét því ennfremur að koma öllum Úkraínumönnum aftur heim sem eru í haldi á svæðum sem eru undir yfirráðum uppreisnarhópa eða í Rússlandi, sem stjórnvöld í Kænugarði hafa sagt að séu pólitískir fangar eða stríðsfangar. 

Leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands undirrituðu friðarsamkomulag í Minsk árið 2015, en markmið samkomulagsins var að binda enda á átökin sem höfðu geisað á milli Úkraínu og aðskilnaðarsinna, sem nutu stuðnings Rússa, í austurhluta landsins. 

Ekki hefur tekist að stöðva átökin, en alls hafa um 13.000 fallið í valinn frá því stríðsátökin brutust út árið 2014 eftir að leiðtoga á svæðinu, sem var hliðhollur Rússum, var steypt af stóli. 

mbl.is
VOLKSWAGEN - PASSAT 2.0TDI 4x4
Til sölu VOLKSWAGEN - PASSAT 2.0TDI 4x4 Árgerð 2007 - Km 201Þúsund. Bíll í góðu...
fjórir íslenskir stálstólar nýtt áklæði sími 869-2798
fjórir stál-eldhússtólar nýtt áklæði á 10,000 kr STYKKIÐsími 869-2798 stólar ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Flott sumarföt, fyrir flottar konur
Ertu á leiðinni í sumarbústaðinn, golfið eða eitthvað annað skemmtilegt. Tékka...