Segir Rackete hafa framið stríðsverknað

Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segir Carole Rackete hafa stofnað lífi …
Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segir Carole Rackete hafa stofnað lífi lögreglumanna í háska. AFP

„Hún reyndi að sökkva bát lögreglunnar er hún reyndi að fara um borð að nóttu,“ er haft eftir Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, um handtöku Carola Rackete sem handtekin var í höfninni í Lampedusa. Hafði Rackete reynt að sigla skipinu Sea Watch 3 í höfn með 40 flóttamenn um borð, að því er fram kemur á vef BBC.

Sea Watch 3 hafði verið meinað að leggja til hafnar af ítölskum yfirvöldum og hafði verið pattstaða í tvær vikur milli skipsins og lögreglunnar skammt frá eyjunni Lampedusa í Miðjarðarhafi.

Salvini sagði Rackete ríka, hvíta, þýska konu sem hafði framkvæmt stríðsverknað gegn Ítalíu. „Þau segjast vera að bjarga lífum, en þau stofnuðu lífi þessa fólks í háska sem voru að vinna vinnuna sína. Þetta sést á myndböndunum.“

Rackete var handtekin þegar komið var til hafnar.
Rackete var handtekin þegar komið var til hafnar. AFP

„Farartæki sem vegur fleiri hundruð tonn reyndi [af ásetningi] að rekast á smábát með lögreglumenn um borð sem tókst að komast undan og bjarga lífum sínu. Þetta er glæpsamlegt athæfi, stríðsverknaður,“ sagði Salvini.

Rackete getur haft yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm verði hún sakfelld.

Hún hafði bjargað 53 farandfólki úr upplásnum bát sem rak stjórnlaust utan ströndum Líbíu þann tólfta júní.

Viðbragðsaðilar veittu frandfólkinu aðstoð í höfninni í Lampedusa.
Viðbragðsaðilar veittu frandfólkinu aðstoð í höfninni í Lampedusa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert