Segja Íran með úran umfram heimild

Bushehr kjarnorkuverið í Íran. Talið er að Íran búa nú …
Bushehr kjarnorkuverið í Íran. Talið er að Íran búa nú yfir meira en 300 kíló af auðguðu úrani. AFP

Heimildir herma að Íran hafi tekist að framleiða auðgað úran umfram það sem ríkinu er heimilt að framleiða samkvæmt kjarnorkusamningnum sem gerður var við Íran 2015, en Bandaríkin sögðu sig frá.

Það merkir að Íran býr yfir meira en 300 kíló af auðguðu úrani sem er bæði notað sem eldsneyti í kjarnorkuver, en 1.050 kíló eru talin nauðsynleg til þess að búa til kjarnorkuvopn. Fram kemur í umfjöllun BBC að eftirlitsfulltrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hafi skoðað birgðir Írans í dag og að skýrsla þeirra sé væntanleg.

Íran jók framleiðslu auðgaðs úrans þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að beita landinu efnahagsþvingunum. Evrópuríki sem eru aðilar að samningnum við Íran hafa varað við því að brot á skilmálum hans mun hafa afleiðingar.

Staðfesti skýrsla IAEA að brot hafi átt sér stað heimilar kjarnorkusamningurinn aðildarríkjum að beita Íran þvingunaraðgerðum. Enn er Bretland, Þýskaland, Frakkland, Kína og Rússland aðilar að umræddum samningi.

Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir 17. júní síðastliðinn að ríkið myndi vera komið umfram heimilað magn auðgaðs úrans 27. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert