Yfir tvær milljónir án rafmagns vegna skógarelda

Enn á ný loga skógareldar í Kaliforníu.
Enn á ný loga skógareldar í Kaliforníu. AFP

Tæplega tvöþúsund heimili í Kaliforníu hafa verið rýmd vegna skógarelda sem ná yfir um 115 kílómetra svæði í ríkinu. 

Hlýtt og hvasst er á svæðinu og hafa yfirvöld gert hvað þau geta síðustu daga til að koma í veg fyrir að eldar kvikni. Þá hefur orku­fyr­ir­tækið Pacific Gas and Electric (PG&E) lokað fyr­ir raf­magn í varúðarskyni sem hefur áhrif á um tvær milljónir manns.

Raflín­ur á veg­um PG&E voru ein­mitt upp­tök skógar­elda á svæðinu í nóvember fyrra, þegar 86 manns létu lífið. 

Upptök skógareldanna má rekja til elds í rusli um borð í ruslabíl. Bílstjórinn greip til þess ráðs að losa sorpið á götuna. Við það náði eldurinn að festa sig í nærliggjandi gróðri og breiddist hratt út. 74 byggingar hafa orðið eldinum að bráð en engar fregnir hafa borist af manntjóni. 

Um 200 slökkvliðsmenn berjast við eldana og þyrla er einnig …
Um 200 slökkvliðsmenn berjast við eldana og þyrla er einnig notuð í slökkvistarfinu. AFP

Um 200 slökkviliðsmenn berjast við eldana og þyrla er einnig notuð í slökkvistarfinu. Rauð viðvörun er í gildi í ríkinu vegna skógarelda og hafa neyðarskýli verið opnuð fyrir þá sem þurfa að flýja heimili sín vegna eldanna. 

Aldrei hefur jafn stór hluti íbúa ríkisins verið án rafmagns. Rafmagnsleysið hefur ýmis konar áhrif á íbúa í Kaliforníu, líkt og BBC hefur tekið saman:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert