Vill þingkosningar ef Brexit verður frestað

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stendur í ströngu þessa dagana.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stendur í ströngu þessa dagana. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því að þingkosningar verði haldnar í Bretlandi ef Evrópusambandið samþykkir að fresta útgöngu landsins úr sambandinu fram yfir áramót.

Neðri deild breska þings­ins hafnaði í gærkvöld til­lögu John­son for­sæt­is­ráðherra um að greiða at­kvæði um út­göngu­samn­ing Bret­lands við Evr­ópu­sam­bandið á næstu þrem­ur dög­um.

Leiðtogar Evrópusambandsins munu nú ákveða hvort Bretar fái frest á útgöngu en ráðgert hafði verið að Bretar gengju út úr ESB 31. október.

Johnson þurfti samkvæmt lögum að senda ESB bréf þar sem hann fór fram á þriggja mánaða framlengingu á fresti til útgöngu. Hann segist samt enn telja að Bretar yfirgefi ESB í lok mánaðar.

Forsætisráðherra þarf stuðning meirihluta þingmanna til að boða til kosninga. Stjórnarandstæðingar hafa áður lýst því yfir að engar kosningar séu mögulegar fyrr en útilokað sé að Bretar gangi út úr ESB samningslausir 31. október.

mbl.is