Nýi leiðtoginn „núll og nix“

Abu Bakr al-Bag­hda­di fyrr­verandi leiðtogi Rík­is íslams, lést í árás …
Abu Bakr al-Bag­hda­di fyrr­verandi leiðtogi Rík­is íslams, lést í árás bandarískra sérsveitarmanna á fylgsni hans í síðasta mánuði. AFP

Nýr leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams er „núll og nix“ og Bandaríkin vonast til þess að hann verði kominn undir græna torfu fyrr en seinna. Þetta sagði háttsettur bandarískur embættismaður í dag.

Samtökin útnefndu nýjan leiðtoga en Abu Bakr al-Bag­hda­di, fyrr­verandi leiðtogi sam­tak­anna, lést í árás bandarískra sérsveitarmanna á fylgsni hans í síðasta mánuði.

Abu Ibra­him al-Hashemi al-Qurays­hi er hinn ekki svo merkilegi nýi leiðtogi.

„Þessi gaur er algjört núll og nix,“ sagði embættismaðurinn í samtali við fréttamenn í dag. Hann sagði að stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna á samfélagsmiðlum klóruðu sér í kollinum yfir því um hvern væri að ræða.

„Það litla sem við vitum um hann er ekki merkilegt. Ef hann er annaðhvort í Írak eða Sýrlandi þarf heimurinn ekki að hafa áhyggjur af honum lengi,“ bætti embættismaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert