Unglingsdrengur skotinn til bana í Malmö

Lögreglan í Malmö vonast til að geta borið kennsl á …
Lögreglan í Malmö vonast til að geta borið kennsl á árásamennina á upptökum frá öryggismyndavélum. Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint. AFP

Fimmtán ára drengur var skotinn til bana á Möllevångtorgi í Malmö um klukkan níu að staðartíma í gærkvöldi. 

Drengurinn var annar af tveimur unglingum sem urðu fyrir skotum þegar árásarmenn hófu skothríð á pizzastað á torginu áður en þeir flúðu vettvang á reiðhjólum. 

„Skotárásin átti sér stað á afar opinberum stað, svo við erum að fá upplýsingar frá vitnum og ræða við þá sem fylgdust með atburðarrásinni,“ sagði Katarina Rusin, talsmaður lögregluyfirvalda í samtali við dagblaðið Sydsvenskan

Drengurinn var fluttur með til aðhlynningar á sjúkrahús með sjúkrabíl en lést af sárum sínum síðar um kvöldið. Hinn drengurinn sem slasaðist var fluttur á sjúkrahús með einkabíl. 

Um miðnætti fann lögregla yfirgefið reiðhjól á Klaragötu, en Rusin segir enn of snemmt til að fullyrða að reiðhjólaði hafi verið notað af árásarmönnunum. Patrick Fors, annar talsmaður lögreglu, sagði við Sydsvenskan að lögregla vonaðist til þess að geta borið kennsl á árásarmennina með hjálp öryggismyndavéla á torginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert