Fjórir greinst með kórónaveiruna í Þýskalandi

Fjórmenningarnir sem greinst hafa með kórónaveiruna í Þýskalandi eru í …
Fjórmenningarnir sem greinst hafa með kórónaveiruna í Þýskalandi eru í einangrun á spítala í München. AFP

Fjórir hafa greinst með kórónaveiruna í Þýskalandi, allt starfsmenn hjá fyrirtæki í Bæjaralandi.

Fyrr í dag var greint frá því að sá sem greindist fyrst með veiruna í Þýskalandi, 33 ára karlmaður, hafi ekki verið á ferðalagi um Kína, heldur hafi hann smitast af kínverskri samstarfskonu sinni, sem heimsótti foreldra sína til Kína nýlega. Smitið var það fyrsta manna á milli í Evrópu og einnig fyrsta smitið sem greinist í Þýskalandi. 

Tveir starfsmenn til viðbótar hafa hafa nú greinst samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Bæjaralandi. Fjórmenningarnir eru í einangrun á spítala í München. 

40 starfsmenn bílapartafyrirtækisins Webasto í Stockdorf í Bæjaralandi sem hlýddu á konuna sem smitaðist fyrst flytja fyrirlestur á dögunum munu gangast undir læknisskoðun á morgun. 

106 hafa látist úr veirunni og 4.690 smitast, samkvæmt nýjustu upplýsingum. Sérfræðingar við verkfræðideild John Hopkins-háskóla í Maryland í Bandaríkjunum hafa útbúið gagnvirkt kort þar sem hægt er að fylgjast með útbreiðslu kórónaveirunnar. Kortið má nálgast hér en það er uppfært reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert