Klósettpappír rænt í vopnuðu ráni

Klósettrúlluskortur er viðvarandi í Hong Kong um þessar mundir.
Klósettrúlluskortur er viðvarandi í Hong Kong um þessar mundir. AFP

Vopnað rán var framið við stórmarkað í Mong Kok-hverfinu í Hong Kong í nótt, þar sem klósettrúllum að andvirði rúmlega 16.000 króna var rænt.

Klósettpappírsskortur er viðvarandi í Hong Kong um þessar mundir þar sem íbúar borgarinnar hafa sankað honum að sér í stórum stíl vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19.

Menn vopnaðir eggvopnum þjörmuðu að manni sem var að koma með sendingu af klósettpappír í stórverslunina Wellcome Supermarket. Höfðu þeir á brott með sér um 600 klósettrúllur.

mbl.is

Kórónuveiran

28. mars 2020 kl. 13:13
963
hafa
smitast
97
hafa
náð sér
18
liggja á
spítala
2
eru
látnir