Neyðarfundur eftir að 33 tyrkneskir hermenn létust

Fórnarlamb loftárása í Idlib-héraði borið út úr húsarústum fyrr í …
Fórnarlamb loftárása í Idlib-héraði borið út úr húsarústum fyrr í vikunni. AFP

Atlantshafsbandalagið hefur boðað til neyðarfundar í dag vegna ástandsins í Sýrlandi eftir að 33 tyrkneskir hermenn voru drepnir í loftárás sem stjórnvöld í Damaskus eru sögð hafa staðið fyrir.

Tyrkir óskuðu eftir neyðarfundinum.

Tugir tyrkneskra hermanna til viðbótar særðust í árásinni sem var gerð í héraðinu Idlib í norðvesturhluta Sýrlands. Þar hefur forsetinn Bashar al-Assad reynt að stöðva uppreisnarsveitir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert