Bandaríkin slíta formlega á tengsl við WHO

Donald Trump stóð við stóru orðin og hefur slitið á …
Donald Trump stóð við stóru orðin og hefur slitið á tengsl Bandaríkjanna við WHO. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur með formlegum hætti byrjað að draga Bandaríkin út úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og þar með hefur hann staðið við orð sín frá því í lok maí.

Bandarísk yfirvöld hafa staðfest þetta og tekur ákvörðunin gildi að fullu að ári liðnu, 6. júlí 2021, en það er lögbundinn frestur.

Trump hefur harðlega gagnrýnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og sakað hana meðal annars um að ganga erinda Kína. „Svo mörg dauðsföll hafa orðið vegna þeirra mistaka,“ sagði for­set­inn meðal annars í apríl.

Bandaríska þingið fékk tilkynningu um það fyrr í dag. Frá þessu greinir öldungadeildarþingmaðurinn Robert Menendez á Twitter.

„Að kalla viðbrögð Trump við COVID kaótísk og ruglingsleg er of vægt til orða tekið. Þessi ákvörðun mun ekki vernda bandarísk líf eða hagsmuni – þetta skilur Bandaríkjamenn eftir veika og Bandríkin ein og yfirgefin,“ sagði hann í færslunni.

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert