Jimmy Lai handtekinn í Hong Kong

Tugir lögreglumanna tóku þátt í húsleit í höfuðstöðvum fjölmiðlafyrirtækis Jimmy Lai í Hong Kong í dag en hann var handtekinn á grundvelli nýrra öryggislaga í borgríkinu.

Fréttamenn Apple Daily sýndu beint frá húsleitinni á Facebook en handtaka Lai þykir marka ákveðin tímamót í aðgerðum gegn mótmælendum en hann hefur tekið þátt í mótmælunum undanfarin misseri í Hong Kong. Lai er 71 árs að aldri og einnig með breskt ríkisfang. Kínverski ríkisfjölmiðilinn Global Times segir í dag að Lai sé stuðningsmaður óeirða og að fjölmiðlar hans hafi spúið hatri, dreift áróðri og staðið fyrir rógsherferð gagnvart yfirvöldum árum saman. 

Samkvæmt frétt Global Times voru tveir synir hans einnig handteknir og jafnframt tveir yfirmenn fjölmiðlafyrirtækis hans.

Við fjölmiðlafyrirtæki Jimmy Lai, Next Media, í dag.
Við fjölmiðlafyrirtæki Jimmy Lai, Next Media, í dag. AFP
Jimmy Lai.
Jimmy Lai. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert