Vara fólk við að syrgja árásarmanninn

Frá Hong Kong.
Frá Hong Kong. AFP

Yfirvöld í Hong Kong vöruðu í dag íbúa borgarinnar við því að syrgja mann sem framdi sjálfsvíg eftir að hann stakk lögreglumann. Yfirvöld vilja meina að það að hvetja til minningarathafna um manninn væri það sama og að „styðja hryðjuverk“.

Lögreglan í Hong Kong lýsti manninum sem öfgamanni. 

Nokkrir reyndu að minnast hins látna á föstudag með því að leggja blóm á svæðið þar sem hann lést og standa þar saman í þögn. Í kjölfar þess sendi lögreglan frá sér yfirlýsingu. 

„Það að hvetja almenning til þess að syrgja manninn er ekkert öðruvísi en að styðja hryðjuverk,“ sagði lögreglan í yfirlýsingu. 

Rannsaka hvort maðurinn hafi verið hvattur áfram

Kínversk yfirvöld og þau í Hong Kong hafa tekið fast á mótmælum í sjálfsstjórnarhéraðinu með nýjum þjóðaröryggislögum. Dómur fyrir að fremja hryðjuverk þeim getur eftir þeim orðið lífstíðarfangelsi. Þá getur það að stuðla að eða hvetja til hryðjuverka leitt til allt að tíu ára fangelsisvistar.

Í yfirlýsingunni, sem send var út í dag, sagðist lögregla vera að rannsaka hvort maðurinn hafi verið hvattur til að fremja árásina. 

Kína segir að það hversu hart er tekið á mótmælum í landinu, og nýju þjóðaröryggislögin, sé nauðsynlegt til þess að koma aftur á stöðugleika í Hong Kong.

mbl.is