Frekari yfirlýsinga um Kúbu að vænta

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, segist vænta frekari yfirlýsinga frá utanríkisráðuneytum bandalagsþjóða Íslands um ástandið á Kúbu á næstu dögum. Hann segist hafa fylgst grannt með stöðu mála. 

Fólk sem vill ráða sinni framtíð sjálft

„Þarna er fólk bara búið að fá nóg af ógnarstjórn sósíalista í áratugi og vill fá þann sjálfsagða rétt að ráða sinni framtíð sjálft. Við munum ekki liggja á skoðunum okkar hvað þetta varðar frekar en í öðrum slíkum málum,“ segir Guðlaugur í samtali við mbl.is.

Guðlaugur er nýkominn til landsins frá Brussel þar sem hann fundaði með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál. 

Kúbverjar á Íslandi, og stuðningsmenn þeirra, hyggjast mótmæla ástandinu á Kúbu fyrir framan Alþingi klukkan sex á morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is