Segir ekki víst að Biden hafi unnið

Pútín á fundi G20-ríkjanna.
Pútín á fundi G20-ríkjanna. AFP

„Við munum vinna með þeim forseta sem bandaríska þjóðin velur,“ sagði Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í viðtali við ríkisstöðina þar í landi fyrr í dag. Sagði hann að ekki væri búið að skera úr um raunverulegan sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 

„Við getum einungis verið örugg um sigurvegara þegar annar aðilinn hefur viðurkennt ósigur eða þá að úrslitin hafi verið staðfest með lögmætum hætti, í gegnum dómstóla,“ sagði Pútín sem kvaðst ekki líta á Joe Biden sem sigurvegara kosninganna. 

Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa óskað Joe Biden til hamingju með sigur í kosningunum. Donald Trump hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur og telur mögulegt að úrslitunum verði snúið með hjálp dómstóla. Hefur hann sagt að um kosningasvindl sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert