Ók niður mótmælendur í New York

Atvikið átti sér staðí hverfinu Murray Hill á Manhattan í …
Atvikið átti sér staðí hverfinu Murray Hill á Manhattan í gær. AFP

Kona sem ók bifreið sinni á hóp fólks í New York í gær hefur verið ákærð fyrir að stefna lífi fólksins í hættu. Frá þessu greinir talsmaður lögreglunnar í New York. 

Um 50 mótmælendur sem tengjast hreyfingunni Black Lives Matter komu saman á Manhattan í gær og að sögn lögreglu urðu sex einstaklingar fyrir bifreiðinni. 

AFP

Nokkrir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en lögreglan segir að fólkið hafi ekki slasast alvarlega, að því er BBC greinir frá.  

Konan sem ók bifreiðinni var handtekin og yfirheyrð í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert