Biden formlega kjörinn

Kamala Harris, verðandi varaforseti, og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Kamala Harris, verðandi varaforseti, og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden var nú fyrir stundu formlega kjörinn forseti Bandaríkjanna, en kjörmenn hvers ríkis fyrir sig hafa komið saman í höfuðborgum ríkjanna til þess að greiða atkvæði. Er Biden nú með 302 atkvæði gegn 232 atkvæðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og á einungis Hawaii eftir að skila niðurstöðum sínum. 

Niðurstaða kjörmannasamkundunnar svonefndu varð ljós þegar kjörmenn Kalíforníuríkis greiddu atkvæði sín, en öll 55 atkvæði ríkisins fóru til Bidens, sem jafnframt fór þá yfir 270 kjörmenn, en það er sá fjöldi sem þarf til þess að fá meirihluta í kosningu kjörmannanna. 

Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er venjulega formsatriði, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur til þessa neitað að leggja árar í bát, og kært niðurstöður kosninganna í minnst sex af þeim lykilríkjum sem réðu úrslitum í kosningunum í nóvember. Þær kærur hafa hins vegar ekki skilað neinum árangri, og greiddu allir kjörmenn í ríkjunum sex, það er Wisconsin, Michigan, Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona og í Nevada, atkvæði með Biden. 

Stuðningsmaður Bidens fagnar í Michigan í dag.
Stuðningsmaður Bidens fagnar í Michigan í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert