Trump vildi ekki senda aðstoð

Þjóðvarðlið var á endanum kallað út til aðstoðar lögreglu.
Þjóðvarðlið var á endanum kallað út til aðstoðar lögreglu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði og var tregur til að verða við beiðnum borgaryfirvalda í Washington um aðstoð þjóðvarðliðsins til að stemma stigu við árás æsts múgs inn í þinghúsið í borginni fyrr í dag.

Frá þessu greina nú ýmsir fjölmiðlar vestanhafs. Heimildir New York Times herma að starfsmenn Hvíta hússins hafi þurft að grípa inn í til að þjóðvarðliðið yrði sent út til hjálpar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert