Valdaskipti í Bandaríkjunum

Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta í dag, á sama tíma og Donald Trump vék úr embættinu eftir fjögur ár við stjórnvölinn í Washingtonborg.

Hér fylgdist mbl.is með framvindu mála.

Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Í dag byrjar vinnan

Eða svo segir í myndskeiði sem Hvíta húsið hefur nú sent út.

Ljóð sem vakti athygli

Ljóð Amöndu Gorman, sem valin var til að flytja ljóð við innsetningarathöfnina, hefur vakið töluverða athygli. Þótti flutningurinn afar sterkur.

Einingin sem Biden talaði um?

Leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni kumpánlegur með Obama í dag.

Má engan tíma missa

Biblían

Augu margra hafa í dag beinst að risavaxinni biblíu sem hefur lengi verið í eigu Biden-fjölskyldunnar.

„Þetta er dagur lýðræðisins“

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði eftir einingu í ávarpi sínu til þjóðarinnar eftir að hafa svarið embættiseið á tröppum þinghússins í Washingtonborg á hádegi að staðartíma í dag, eða klukkan 17 að íslenskum tíma.
Meira »

Sanders

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, og helsti keppinautur Bidens í forvali demókrata, hefur vakið athygli á tröppum þinghússins í dag.

Kveðja frá dómsmálaráðherra

Heillakveðjur frá Katrínu

Joe Biden er 46. forseti Bandaríkjanna

Joe Biden hefur svarið embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Tekur hann við embættinu eftir fjögurra ára valdatíð Donalds Trump.
Meira »

Harris varaforseti

Kamala Harris hefur svarið embættiseið sem varaforseti Bandaríkjanna.

Harris er fyrsta konan, fyrsti Bandaríkjamaðurinn af afrískum uppruna og fyrsti Bandaríkjamaðurinn af asískum uppruna til að gegna embætti varaforseta.

Lady Gaga söng þjóðsönginn

Brothætt og traust stjórnkerfi

Öldungadeildarþingmaðurinn Roy Blunt ávarpaði viðstadda, sem formaður nefndar um innsetningarathöfnina, og vék máli sínu að árásinni á þinghúsið fyrr í mánuðinum.

Sagði hann árásina áminningu um að stjórnkerfi, sem sé hannað til að hafa líta eftir með sjálfu sér, sé hvort tveggja brothætt og traust.

Búist er við að öldungadeildin taki ákæru fulltrúadeildarinnar á hendur Trumps til afgreiðslu á næstu dögum.

Tíðindi af fleiri sakaruppgjöfum

Fjallað var um aðrar sakaruppgjafir hér á mbl.is í morgun.

Löng bið

Joe Biden mun sverja embættiseið með aðstoð forseta hæstaréttar Bandaríkjanna, John Roberts , eftir um 40 mínútur.

Rúmir þrír áratugir eru frá því Biden bauð sig fyrst fram til forseta.