Eldsvoði í byggingu bóluefnaframleiðanda

Miklar skemmdir urðu á byggingunni.
Miklar skemmdir urðu á byggingunni. AFP

Mikill eldsvoði braust út í byggingu stærsta bóluefnaframleiðanda heims fyrr í dag. Byggingin sem um ræðir hýsir stofnunina Serum og er staðsett í Indlandi. Myndir af vettvangi sýna mikinn reyk berast út um glugga byggingarinnar. 

Adar Poonawalla, forstjóri Serum, tjáði sig um brunann á Twittersíðu sinni eftir að útlit var fyrir að starfsfólkið hefði sloppið. Síðar kom þó í ljós að fimm létu lífið í brunanum. „Ég vil þakka öllum sem hafa beðið fyrir okkur. Mikilvægasta er að enginn hefur látið lífið eða slasast alvarlega vegna elsvoðans þrátt fyrir að nokkrar hæðir hafi brunnið.“

Umrætt fyrirtæki framleiðir mánaðarlega um fimmtíu milljónir bóluefnaskammta. Bóluefnið sem hjá þeim er framleitt er frá AstraZeneca og Oxford, en það er þó framleitt á öðrum stað á svæðinu. Ekkert hökt verður því á bóluefnaframleiðslu. 

Fólk stendur utan við bygginguna skömmu eftir brunann.
Fólk stendur utan við bygginguna skömmu eftir brunann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert