Vilja sönnun fyrir því að prinsessan sé á lífi

Prinsessan Latifa Al Maktoum í einu myndskeiðanna.
Prinsessan Latifa Al Maktoum í einu myndskeiðanna. Skjáskot af vef BBC

Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið um sönnun fyrir því að Latifa Al Maktoum, dóttir leiðtoga Dúbaí, sé enn á lífi, en yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa verið sökuð um að halda Latifu í gíslingu. 

Í myndskeiði sem Latifa tók upp í leyni segir hún að faðir hennar hafi haldið henni í gíslingu í Dúbaí síðan hún reyndi að flýja furstadæmið árið 2018. Hún óttist nú um líf sitt.  Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur beðið David Haigh, starfsmann Free Latifa herferðarinnar, um aðgang að myndskeiðinu. 

Mohammed bin Rashid Al Maktoum, leiðtogi Dubai og faðir Latifu, er einn auðug­asti þjóðar­höfðingi heims. Hann er jafn­framt vara­for­seti Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eiga í nánu sambandi við meðal annars Bandaríkin og Bretland. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist hafa þungar áhyggjur af Latifu. 

Frétt BBC. 

mbl.is