Merkel hvetur öll lönd Þýskalands til að skella í lás

Angela Merkel Þýskalandskanslari setur á sig sóttvarnagrímu á blaðamannafundi 25. …
Angela Merkel Þýskalandskanslari setur á sig sóttvarnagrímu á blaðamannafundi 25. mars. AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti í dag öll 16 lönd sambandsríkisins til að framfylgja sóttvarnaaðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins þar í landi. Til stóð að skella öllu í lás yfir páskana en svo var snögglega hætt við það vegna flækjustigs og gagnrýni.

„Við þurfum að grípa til aðgerða í löndunum. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega. Sum lönd gera það en önnur ekki,“ sagði Merkel í viðtali við fjölmiðilinn ARD.

Samkvæmt lögum í Þýskalandi getur sambandsstjórnin sett reglur og takmarkanir vegna sóttvarna, en á endanum er það undir einstökum löndum sambandsríkisins komið hvort þau innleiða þær reglur.

Nýjum smitum hefur fjölgað mjög í Þýskalandi síðustu vikur og er staðan orðin slæm. Gjörgæsludeildir á sjúkrahúsum eru víða að verða fullar að nýju.

mbl.is