Laschet verður kanslaraefni CDU

Armin Laschet.
Armin Laschet. AFP

Armin Laschet, formaður Kristi­legra demó­krata í Þýskalandi, verður næsta kanslaraefni flokksins í þingkosningunum í september. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar. Auk Laschets hafði Markus Söder, for­sæt­is­ráðherra Bæj­ara­lands, boðið sig fram sem kansl­ara­efni Kristi­legra demó­krata (CDU). Söder er formaður systurflokks CDU í Bæjaralandi, CSU. 

Þungavigtarfólk innan flokksins er á fundi í Berlín þar sem meðal annars er fjallað um þingkosningarnar í haust.

Fylgi Kristi­legra demó­krata í Þýskalandi hef­ur verið á niður­leið síðustu mánuði og hef­ur flokk­ur­inn ný­lega farið und­ir 30 pró­sent í könn­un­um á sama tíma og Græn­ingj­ar eru á miklu flugi. Í Bæj­aralandi nýt­ur Söder hins veg­ar mik­ils stuðnings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert