Farsímanúmer Boris Johnson aðgengilegt almenningi

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, svarar ásökunum í fyr­ir­spurn­ar­tíma á breska …
Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, svarar ásökunum í fyr­ir­spurn­ar­tíma á breska þing­inu. AFP

Farsímanúmer Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið aðgengilegt almenningi síðan ársins 2006. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Númerið var birt í fréttatilkynningu sem gefin var út af hugveitu sem Johnson vann með þegar hann var hluti af stjórnarandstöðu Íhaldsflokksins.

Leiðtogi bresku stjórnarandstöðunnar Keir Starmer hefur sagt að þetta sé alvarlegur öryggisbrestur af hendi forsætisráðherrans. Starmer benti á að almenningur mun verða áhyggjufullur um hver væri með númerið forsætisráðherrans og hver væri að hafa samband við forsætisráðherrann í gegnum það. „Það sem hefur verið birt síðustu vikur snýst um forréttindabundinn aðgang, þá sem geta nota Whatsapp forritið til þess að biðja forsætisráðherrann um greiða og þetta er enn meiri sönnun á því að það er ein regla fyrir einn og aðrar reglur fyrir aðra,“ er haft eftir honum á vefsíðu BBC.

Keir Starmer, leiðtogi bresku stjórnarandstöðunnar
Keir Starmer, leiðtogi bresku stjórnarandstöðunnar AFP

Hins vegar hélt Rishi Sunak fjármálaráðherra Bretlands því fram að hann væri ekki meðvitaður um brot á öryggisreglum breskra stjórnvalda. Hann hafi heldur ekki skipt um farsímanúmer þegar hann varð fjármálaráðherra og taldi þetta vera dæmi um einn af bestu eiginleikum forsætisráðherrans, hvað hann sé aðgengilegur. „Þú sérð það þegar hann er á vappi. Fólki líður eins og það geti tengst honum, það geti talað við hann og sagt honum það sem er á huga þeirra.“

Ásakaður um ölöglega styrkjaöflun

Uppgötvunin kemur í framhaldi umræðu um lobbí­isma og hver hefur aðgang að breska forsætisráðherranum. Hann liggur nú undir ásökunum af hendi fyrrverandi ráðgjafa hans, Dominic Cummings, um að hann hafi falast eftir utanaðkomandi fjármagns við endurbótum á forsætisráðherrabústaðnum í Downingstræti 11. Johnson hefur verið ráðlagt að skipta um farsímanúmer af ráðgjöfum hans en hefur hann ekki gengist við þeim ráðleggingum.

Fyrr í mánuðinum var það opinberað að forsætisráðherrann hefði haft samband við viðskiptamanninn Sir James Dyson við upphaf kórónuveirufaraldursins. Lofaði forsætisráðherrann að laga skattavesen fyrir viðskiptamanninn, en fyrirtæki hans framleiddi öndunarvélar á meðan faraldrinum stóð yfir. Forsætisráðherrann réttlætti framferði sitt með því undirstrika mikilvægi þess að nóg framboð væri á öndunarvélum fyrir breska heilbrigðiskerfið. Þetta er ekki eina skiptið þar sem einhver hefur haft samband við forsætisráðherrann til þess að leita bóta á aðstöðu sinni. Breskur bótaþegi hafði áður reynt að hafa samband við forsætisráðherrann í von um að fá aðstoð hans við bótakröfu hans. Talið er að hann hafi fengið símanúmerið hjá vini sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert