Dómur yfir fyrrverandi lögregluþjóni mildaður

Dómurinn yfir Mohamed Noor var í dag mildaður.
Dómurinn yfir Mohamed Noor var í dag mildaður. AFP

Dómur yfir fyrrverandi lögregluþjóninum sem varð Justine Damond að bana árið 2017, var í dag mildaður í 57 mánaða fangelsisvist.

Mohamed Noor var sakfelldur árið 2019 fyrir annars stigs manndráp og þriðja stigs morð og kvað upprunalegi dómurinn á um 12 og hálfs árs fangelsisvist. Hæstiréttur Minnesota hnekkti þeirra ákvörðun í síðasta mánuði og kveður nýi dómurinn á um 57 mánaða fangelsisvist.

Noor hefur nú þegar lokið rúmlega tveimur og hálfu ári af þeim tíma.

Tilkynnti glæp og var skotin til bana

Damond, sem var ástralskur jógakennari með tvöfalt ríkisfang, var skotin til bana eftir að Noor og samstarfsfélagi hans mættu á vettvang seint um kvöld til að bregðast við útkalli. Damond hafði þá hringt á neyðarlínuna til að tilkynna glæp en hún taldi að nauðgun hefði átt sér stað í húsasundi fyrir aftan heimili sitt.

Þegar Damond nálgaðist síðan lögreglubílinn við komu hans, skaut Noor hana í kviðinn úr farþegasætinu. Hún lést á vettvangi.

Að sögn Noor taldi hann öryggi samstarfsfélaga hans ógnað þegar Damond kom að bíl þeirra og ætlaði hann einungis að vernda hann. Saksóknarinn í málinu taldi hins vegar skotið hafa verið óskynsamlegt og þvert á þá stefnu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert