Brast í grát og sagðist saklaus

Rittenhouse mætir í réttarsal í byrjun mánaðarins.
Rittenhouse mætir í réttarsal í byrjun mánaðarins. AFP

Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá í mótmælum gegn lögreglunni á síðasta ári, brast í grát er hann bar vitni í réttarhöldum yfir sér.

Hann sagðist hafa skotið þrjá menn, tvo þeirra til bana, í sjálfsvörn þegar mótmælendur kveiktu í húsnæði fyrirtækja og frömdu þar skemmdarverk í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum 25. ágúst í fyrra.

Engu að síður átti hann erfitt með að útskýra fyrir kviðdómnum hvers vegna hann bar árásarriffil af tegundinni AR-15 í mótmælunum.

„Ég gerði ekkert rangt. Ég var að verja sjálfan mig,” sagði Rittenhouse.

„Ég ætlaði ekki að drepa þá. Ég ætlaði að stöðva lögregluna, sem var að ráðast á mig,” bætti hann við.

Rittenhouse, sem var 17 ára þegar hann framdi verknaðinn, sagðist hafa verið á staðnum til að vernda bifreiðafyrirtæki, slökkva elda og hjálpa fólki sem hafði meiðst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert