Fyrsta konan til að gegna embættinu

Mirjana Spoljaric Egger.
Mirjana Spoljaric Egger. AFP

Svissneski erdindrekinn Mirjana Spoljaric Egger verður næsti forseti Alþjóða Rauða krossins (IRC)  og þar með fyrsta konan til að gegna embættinu.

Egger, sem hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar, kemur í stað Peters Maurer þegar hann hættir í september á næsta ári, að því er kemur fram í yfirlýsingu hjálparsamtakanna.

Mauer segir að Egger muni koma með „sterka sýn, mikla alþjóðlega reynslu og umfangsmikinn bakgrunn sem erindreki í embættið“.

„Hún er mjög fær leiðtogi og ég er sannfærður um að hún verði öflugur og samúðarfullur málsvari fólks sem hefur lent í vanda vegna vopnaðra átaka og ofbeldis,“ sagði hann.

mbl.is