Verður Andersson aftur forsætisráðherra?

Magdalena Andersson, leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð.
Magdalena Andersson, leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð. AFP

Magdalena Andersson, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, fær í dag annað tækifæri til að verða forsætisráðherra Svíþjóðar. Andersson var, eftirminnilega, kjörin forsætisráðherra í síðustu viku en sagði af sér aðeins sjö klukkustundum síðar.

Búist er við að Riksdagen, sænska þingið, skipi Andersson sem leiðtoga minnihlutastjórnar sem eingöngu er skipuð jafnaðarmönnum. Aðeins tíu mánuðir eru til kosninga í september.

Áætlað er að atkvæðagreiðsla þingsins hefjist klukkan 13:00 á sænskum tíma. 

Verði Andersson kjörin forsætisráðherra, líkt og væntingar standa til um, stendur hún 54 ára núverandi fjármálaráðherra frammi fyrir krefjandi tímabili í aðdraganda kosninga.  

Jafnaðarmann ráða yfir 100 af 349 þingsætum og mun minnihlutastjórn hennar þurfa að fara eftir fjárlögum stjórnarandstöðunnar í kjölfar óreiðudags á þinginu þar sem fjárlögum stjórnar var hafnað og stjórnarandstöðu samþykkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert