Starfsmenn strandgæslunnar á Filippseyjum björguðu eins mánaðar gömlu barni með því að flytja það í bala á öruggan stað eftir mikil flóð í borginni Cagayan de Oro í suðurhluta landsins.
Fellibylurinn Rai hafði í för með sér mikla rigningu á svæðinu sem varð til þess að víða urðu mikil flóð.
Fara þurfti í björgunarleiðangra til að hjálpa fólki sem var fast inni í húsunum sínum vegna flóðanna, þar á meðal barninu sem sést í meðfylgjandi myndskeiði.