Átta ára stúlka skotin til bana í Chicago

Melissa Ortega var á göngu með móður sinni um hverfið …
Melissa Ortega var á göngu með móður sinni um hverfið Little Village í Chicago síðdegis á laugardag þegar byssuskot heyrðust, að sögn lögreglu. AFP

Átta ára gömul stúlka, sem nýflutt var til Chicago frá Mexíkó, var skotin til bana um helgina af glæpagengi er hún var á göngu ásamt móður sinni í Chicago.

Melissa Ortega var á göngu með móður sinni um hverfið Little Village í Chicago síðdegis á laugardag þegar byssuskot heyrðust, að sögn lögreglu. Stúlkan og móðir hennar hlupu í átt að nálægum banka til öryggis, en Ortega hlaut tvö skot í höfuðið og lést.

Lögreglan á staðnum sagði að sýnilegt skotmark byssumannsins hefði verið 26 ára gamall maður, grunaður meðlimur Gangster Two Six götugengisins, sem var sleginn í mjóbakið og lagður inn á sjúkrahús.

Gangster Two Six götugengið hefur átt í deilum við tvö önnur staðbundin gengi - Latin Saints og Latin Kings.

Í hið minnsta þrettán skothylki fundust nálægt vettvangi árásarinnar en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Fluttu til Chicago til að láta drauma sína rætast

Styrktarsíða hefur verið sett upp á GoFundMe fyrir Ortega fjölskylduna en þar kemur fram að litla Melissa og móðir hennar hefðu nýlega flutt til Chicago frá Mexíkó til að láta drauma sína rætast.

Lögreglustjórinn í Chicago, David Brown, fordæmdi morðið á Ortega á blaðamannafundi í gær. „Það er bara ólýsanlegt að missa líf átta ára, lítillar stúlku, við þessar aðstæður, eða hvaða aðstæður sem er,“ sagði hann.

Borgarstjóri Chicago, Lori Lightfoot, hét því að „senda mjög skýr skilaboð og koma mjög hörðum höggum á hvern einasta klíkumeðlim í borginni“.

„Auðvitað var þessi litla stúlka ekki ætlað skotmark, heldur sú staðreynd að gengin eru kærulaus og starfa án nokkurs tillits til helgi mannlífsins, við verðum að standa upp og stöðva þær og nota öll þau tæki sem við höfum til að gera það.“

Styrktarsíða hefur verið sett upp á GoFundMe fyrir Ortega fjölskylduna.
Styrktarsíða hefur verið sett upp á GoFundMe fyrir Ortega fjölskylduna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert