Þjóðverjar setja aukið fjármagn í varnarmál

Olaf Scholz tilkynnti um þetta í dag.
Olaf Scholz tilkynnti um þetta í dag. AFP

Þýskaland mun verja 100 milljörðum evra í herbúnað á þessu ári. Landið mun því verja yfir tvö prósent af efnahagsframleiðslu sinni til varnarmála á þessu ári.

Þetta sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í dag.

Þannig hefur innrás Rússa í Úkraínu fengið stærsta hagkerfi Evrópu til breyta stefnu sinni í varnamálum.

Líkt og mbl.is greindi frá í gær þá hafa þýsk stjórn­völd ákveðið að senda Úkraínu­mönn­um vopn af eig­in vopna­birgðum til að aðstoða þá við að verj­ast árás­um rúss­neska hers­ins. 

Vill varnarmálasjóð í stjórnarskrána

„Við munum stofna sérstakan „Bundeswehr' sjóð,“ sagði Scholz og bætti við að fjármagnið yrði notað til fjárfestinga og í vopnaþróun.

„Héðan í frá munum við árlega fjárfesta yfir tveimur prósentum af landsframleiðslu í varnarmál okkar,“ sagði hann og kallaði eftir því að sérstakur varnarmálasjóður yrði skráður inn í stjórnarskrána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert