Skutu á skip sem var sagt að fara til fjandans

Skotið var á rússneska herskipið Moskvuna í dag.
Skotið var á rússneska herskipið Moskvuna í dag. Ljósmynd/Wikipedia.org

Úkraínskar herveitir ollu skemmdum á rússneska herskipinu Moskvunni að sögn Maksím Marsjenkó ríkisstjóra Odessu. 

„Flugskeytaárásir ollu töluverðum skemmdum á rússneska skipinu. Lifi Úkraína!,“ skrifaði hann á Telegram í dag.

Aðstoðarmaður Selenskís hissa

Oleksiy Aretovych aðstoðarmaður Selenskís furðar sig aftur á móti á árásinni og sagði hana óvænta. „Það stendur í ljósum logum núna og nú þegar færið er ekki gott getum við ekki séð hvort hægt verði að hjálpa áhöfninni. Áhafnarmeðlimir eru 510 talsins,“ sagði hann í ávarpi á Youtube.

„Við vitum ekki hvað gerðist,“ sagði hann.

Rússneski herinn hefur ekki tilkynnt um árás á herskipið. Skipið vakti nokkra athygli þegar það beindi tilmælum til úkraínska sjóhersins að gefast upp, þar sem þeir stóðu vörð á Snákaeyju í Svartahafi, en þá sögðu þeir herskipinu að fara til fjandans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina