Hermennirnir á Snákaeyju lifðu af

Rússneskt herskip á Svartahafi.
Rússneskt herskip á Svartahafi. AFP

Úkraínsku hermennirnir sem sögðu rússnesku herskipi að fara til fjandans, þar sem þeir stóðu vörð á Snákaeyju í Svartahafi, eru á lífi.

Frá þessu greinir úkraínski sjóherinn í tilkynningu og segir hermennina í haldi Rússa.

Sjóherinn krefst þess um leið að hermennirnir verði látnir lausir tafarlaust.

Voru taldir af

Áður var hermt að hermennirnir þrettán hefðu neitað að gef­ast upp fyr­ir rúss­nesk­um her­mönn­um sem þangað komu á skipi.

Þeir hefðu staðið á sínu og verið drepn­ir af rúss­nesku her­sveit­inni í kjöl­farið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert