Allir ættu að hafa áhyggjur af apabólu

Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú staddur í Japan.
Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú staddur í Japan. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir apabólu vera eitthvað „sem allir ættu að hafa áhyggjur af“ en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að um 80 tilfelli hafi greinst víðs vegar um heim. 

Sky news greinir frá því að Bandaríkin skoði nú hvers konar meðferðir og bóluefni eru til gegn sjúkdóminum. 

Apabóla hefur hingað til verið bundin við Mið- og Vestur-Afríku og hafa þúsundir tilfella komið þar upp á síðustu árum. 

Í samtali við Sky sagði breskur læknir að búast mætti við mikilli aukningu smita í Bretlandi á næstu vikum, en nú þegar eru 20 smit staðfest þar í landi. 

David Heymann, sérfræðingur hjá WHO, telur líklegast að smitin hafi smitast svo víða á milli manna í gegnum kynlíf. 

Í Bretlandi hefur apabólan í flestum tilfellum greinst hjá samkynhneigðum og tvíkynhneigðum karlmönnum og á Spáni eru nánast öll tilfellin, um 30 talsins, tengd við sama gufubaðið. 

Hingað til hefur enginn af þeim sem greinst hafa nýlega með apabólu dáið úr sjúkdóminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert