Ræningjar á evrópskri myndlistahátíð

Lögreglan í Hollandi leitar að fjórum aðilum grunaðir um vopnað …
Lögreglan í Hollandi leitar að fjórum aðilum grunaðir um vopnað rán. AFP

Lögreglan í Hollandi hefur hafið rannsókn á vopnuðu ráni sem átti sér stað á þriðjudag á TEFAF-hátíðinni í Maastricht og leitar að fjórum aðilum sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í ráninu. 

TEFAF-hátíðin er sýning sem fagnar evrópskri myndlist og tugir þúsundir manna sækja hana hvert ár. 

Rán um hábjartan dag

Lögreglan í Limburg-héraðinu í Hollandi greinir frá því að ránið hafi átt sér stað um hábjartan dag, en í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá mennina fjóra reyna að brjótast inn í sýningarkassa sem geymir skartgripi. 

Myndbandið sýnir að þrír ræningjanna voru vopnaðir og að einn þeirra sló endurtekið á glerið með sleggju meðan sá fjórði reyndi að flýja með þá gripi sem hópurinn hafði náð. Einnig sýnir myndbandið að sjónarvottur á svæðinu reyndi að fæla mennina burt og ógnaði þeim með blómavasa úr gleri.

mbl.is