45 ár í fangelsi vegna notkunar á samfélagsmiðlum

Ekki er tilgreint í dómskjölum um hvaða samfélagsmiðla er átt.
Ekki er tilgreint í dómskjölum um hvaða samfélagsmiðla er átt. AFP

Sádí-arabísk kona var í dag dæmd til 45 ára fangelsisvistar fyrir færslur á samfélagsmiðlum. 

Um er að ræða annað málið í þessum mánuði af sama meiði. BBC greinir frá 

Hryðjuverkadómstóll í Sádí-Arabíu dæmdi Nourah bint Seed al-Qahtani fyrir að „nota netið til að ráðast gegn samfélagsgerð“ og „brjóta gegn allsherjarreglum með notkun á samfélagsmiðlum“.

Önnur kona var dæmd til 34 ára fangelsisvistar fyrir færslur á Twitter þann 9. ágúst. 

Haft er eftir Aullah Alaoudh, forstjóra bandarískrar rannsóknarmiðstöðvar á Persaflóasvæðinu, að ekkert í dómsskjölum málsins bendi til lagabrots. 

„Sakarefni og kærur eru mjög víðtækar. Þeir beita bæði hryðjuverkalögum og netglæpalögum þar sem nánast hvaða færsla sem er getur talist glæpur ef þær eru að einhverju leyti gagnrýnar á stjórnvöld.“

Nokkrir kven-aðgerðarsinnar hafa verið teknir höndum undanfarið ár í Sádí-Arabíu vegna notkunar á samfélagsmiðlum. Aladoudh kveðst hafa áhyggjur af því að þær eigi allar yfir höfði sér langan fangelsisdóm. 

mbl.is

Bloggað um fréttina