Endurreisn hleypur á 49 þúsund milljörðum

Stríðinu hefur fylgt gífurleg eyðilegging.
Stríðinu hefur fylgt gífurleg eyðilegging. AFP

Kostnaðurinn við það að endurreisa Úkraínu hleypur á um 350 milljörðum dala, eða sem samsvarar 49.000 milljörðum króna, samkvæmt nýrri skýrslu sem gefin var út fyrr í dag.

Skýrslan var gefin út af Alþjóðaseðlabankanum, Evrópusambandinu og ríkisstjórn Úkraínu.

Upphæðin, sem er um 1,5x hærri en stærð hagkerfis Úkraínu, er talin vera í lægri kantinum og áætlað að hún verði hærri því lengur sem stríðið varir.

Mannvirki eru víða eyðilögð.
Mannvirki eru víða eyðilögð. AFP

Gríðarleg eyðilegging

Rússar höfðu eyðilagt byggingar og innviði fyrir um 100 milljarða dala 1. júní. Talið er að á næstu þremur árum þurfi að fjárfesta 105 milljörðum dala til þess að endurreisa hornsteina samfélagsins svo sem; heilbrigðiskerfi, menntakerfi og innviði Úkraínu.

Denys Shymal, forsætisráðherra Úkraínu, sagði við fjölmiðla að endurreisn væri hafin á svæðum sem Úkraínumenn hafa endurheimt en til þess þurfi aukið fjármagn frá erlendum ríkjum.

G7 þjóðirnar og Evrópusambandið hafa þegar veitt Úkraínu 39 milljarða dala og fleiri fjárveitingar eru í pípunum.

Sprengjum hefur rignt yfir Úkraínu.
Sprengjum hefur rignt yfir Úkraínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert