Weinstein sakfelldur fyrir nauðgun

Weinstein í dómsal í október síðastliðnum.
Weinstein í dómsal í október síðastliðnum. AFP/Etienne Laurent/Pool

Kvikmyndaframleiðandinn fyrrverandi Harvey Weinstein hefur verið fundinn sekur um að hafa nauðgað konu og ráðist á hana kynferðislega fyrir áratug.

Saksóknarar sögðu brot hans hafa verið hluta af „ógnarvaldi“ hans yfir ungum og efnilegum leikkonum í Hollywood.

Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir brotin, sem myndi bætast við þann dóm sem hann afplánar nú þegar í New York fyrir kynferðisbrot.

Saksóknarinn í málinu,Gloria Allred, í gær.
Saksóknarinn í málinu,Gloria Allred, í gær. AFP/David Swanson

Fórnarlamb hans í málinu í Los Angeles sagðist vona að Weinstein „sjái aldrei annað en fangelsisklefann sinn það sem eftir er ævinnar“.

„Harvey Weinstein eyðilagði að eilífu hluta af mér þessa nótt árið 2013 og ég fæ hann aldrei aftur,“ sagði konan í yfirlýsingu.

mbl.is