Landamæri Kína loksins opin ferðamönnum

Mikil gleði ríkti á alþjóðaflugvellinum í Peking þegar ættingjar og …
Mikil gleði ríkti á alþjóðaflugvellinum í Peking þegar ættingjar og vinir hittust eftir margra ára aðskilnað. AFP/Noel Celis

Kína opnaði í dag landamæri sín að fullu fyrir erlendum ferðamönnum í fyrsta skipti síðan ferðatakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins í mars árið 2020. BBC greinir frá.

Ferðamenn sem koma til Kína þurfa ekki að sæta sóttkví, sem er mikil breyting, en þeir þurfa hins vegar að skila neikvæðu Covid-prófi sem má ekki meira en 48 tíma gamalt.

Langar raðir hafa þegar myndast á flugvellinum í Hong Kong vegna flugferða til Peking og Xiamen, en talið er að um 400 þúsund íbúar Hong Kong muni ferðast til meginlands Kína á næstu vikum. 

Fjölmörg ríki krefjast neikvæðra prófa 

Þrátt fyrir að mikil gleði fylgi opnun landamæranna og því að geta loksins heimsótt ættingja og vini, þá óttast margir fjölgun Covid smita eftir að slakað var á sóttvarnareglum.

Evrópusambandið hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkja sinna að krefjast þess að kínverskir ferðmenn framvísi neikvæðum Covid-prófum við komuna til landsins og hafa nú þegar á annan tug ríkja nú þegar sett þær reglur. Þá hafa þýsk yfirvöld ráðið þegnum landsins frá því að ferðast til Kína nema nauðsyn krefji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert