Áfengisstefnu breytt eftir að migið var á farþega

Air India hefur breytt áfengisstefnu sinni eftir hneykslismál.
Air India hefur breytt áfengisstefnu sinni eftir hneykslismál. AFP

Flugfélagið Air India hefur breytt stefnu sinni í áfengisþjónustu í flugi í kjölfar hneykslismáls þegar maður úr framkvæmdastjórn bankans Wells Fargo, mígið á sessunaut sinn, um borð í flugvél félagsins. Málið hefur kostaði flugfélagið háar fjárhæðir en það hefur hlotið yfir 40.000 dollara í sekt.

Maður­inn sem um ræðir heit­ir Shank­ar Mis­hra og er sagður hafa verið und­ir áhrif­um áfeng­is í flug­ferðinni frá New York í Banda­ríkj­un­um, til Delí á Indlandi. Hann var í fyrsta far­rými og sat þar við hlið 72 ára konu og á að kastað af sér þvagi á kon­una.

Aðstæður ógnuðu ekki flugöryggi

Flugfélagið hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir meðferð sína á kvörtun konunnar og fyrir að leyfa bankastjóranum að fara frá borði eins og ekkert hefði í skorist þegar flugvélin lenti.

Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér kom fram að áhöfnin hefði metið aðstæður þannig að meintur gerandi hefði ekki ógnað flugöryggi.

„Við höfum endurskoðað núverandi stefnu okkar um áfengisþjónustu í flugi með hliðsjón af venjum annarra flugrekenda með leiðbeiningar bandarísku veitingahúsasamtakanna til hliðsjónar.“

mbl.is