Hol­mes kemst ekki hjá fangelsis­vist þrátt fyrir á­frýjun

Elizabeth Holmes (í miðjunni) yfirgefur réttarsal.
Elizabeth Holmes (í miðjunni) yfirgefur réttarsal. AFP

Beiðni Elizabeth Holmes, stofn­anda blóðprufu­fyr­ir­tæk­is­ins Theranos, um að sitja ekki í fangelsi á meðan hún áfrýjar dómi hefur enn á ný verið hafnað. Í þetta sinn af áfrýjunardómstóli í San Francisco.

Þá þurfi hún og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Ramesh Sunny Balwani einnig að greiða 452 milljónir bandaríkjadala eða  63,8 milljarða íslenskra króna í bætur til fórnarlamba þeirra svika sem hún stóð á bak við. Guardian greinir frá. 

Holmes gerði tilraun til þess að áfrýja fangelsisdómi sínum en í lok síðasta árs var hún dæmd til ellefu ára fangelsisvistar fyrir að blekkja fjárfesta. Hún taldi fjárfestum til dæmis trú um að blóðprufufyrirtækið gæti greint hina ýmsu sjúkdóma hjá fólki með örfáum blóðdropum.

Balwani var einnig sakfelldur fyrir svik og hlaut þrettán ára fangelsisdóm sem hann hóf afplánun á undir lok apríl. Hann tapaði einnig áfrýjunarbeiðni og situr nú inni í fangelsi í Kaliforníu-ríki.

Holmes áfrýjaði til dómstólsins þann 25. apríl síðastliðinn, tveimur dögum áður en hún átti að mæta til fangelsisvistar. Í kjölfar niðurstöðu áfrýjunardómstólsins verður nú fundin ný dagsetning fyrir Holmes til þess að hefja fangelsisvist sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert