Forsetinn tengdur viðskiptum sonarins

Joe Biden Bandaríkjaforseti var þátttakandi á viðskiptafundum Hunters Biden, sonar …
Joe Biden Bandaríkjaforseti var þátttakandi á viðskiptafundum Hunters Biden, sonar síns, að minnsta kosti 20 sinnum, bæði í eigin persónu og á símafundum. Þetta kom fram í lokuðum þingnefndaryfirheyrslum yfir Devon Archer í gær en hann er fyrrverandi viðskiptafélagi Hunters og fyrrverandi besti vinur. Samsett mynd

Joe Biden Bandaríkjaforseti var þátttakandi á viðskiptafundum Hunters Biden, sonar síns, að minnsta kosti 20 sinnum, bæði í eigin persónu og á símafundum. Hunter talaði um föður sinn sem „vörumerkið“ í viðskiptum sínum við ýmsa erlenda viðskiptafélaga en hafði lítið fram að færa annað en nafnið og ætluð áhrif föður síns.

Þetta kom fram í lokuðum þingnefndaryfirheyrslum yfir Devon Archer í gær en hann er fyrrverandi viðskiptafélagi Hunters og fyrrverandi besti vinur. Hann er einnig sonur áhrifafólks í Washington en á yfir höfði sér fangelsisvist vegna fjársvika.

Biden sagði þjóðinni ósatt

Eftir yfirheyrsluna sagði James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að framburður Archers staðfesti að Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt þjóðinni ósatt um það að hann hefði enga vitneskju haft um viðskipti sonar síns og ekki verið tengdur þeim á neinn hátt. Archer hafi borið vitni um að Biden-fjölskyldan hefði hagnast á þessum óvenjulegu viðskiptum Hunters.

Umrædd viðskipti áttu sér stað meðan Joe Biden var varaforseti Baracks Obama eftir að ljóst var að Hillary Clinton yrði forsetaframbjóðandi demókrata og pólitískur ferill Biden líklega á enda.

Archer bar vitni um að þessi tengsl við varaforsetann hefðu skipt máli fyrir ýmis fyrirtæki, bæði á Vesturlöndum og í ýmsum nýmarkaðsríkjum. Þannig hafi úkraínskir saksóknarar fallið frá spillingarrannsókn á gasframleiðandanum Burisma eftir að athygli þeirra var vakin á tengslum hans við varaforsetann og að sonur hans sæti í stjórn fyrirtækisins.

Ekki talið styrkja forsetaframboðið

Þá hafi Biden sjálfur komið til viðskiptakvöldverðar á vegum sonar síns árið 2014 þar sem rússneski olígarkinn Elena Batúrína var meðal gesta. Hún er einn fárra rússneskra auðmanna sem ekki er á refsilista Bandaríkjastjórnar.

Ian Sams blaðafulltrúi Bidens hafnaði því alfarið í gær að forsetinn hefði í nokkru tengst viðskiptum Hunters. Hins vegar kveður við annan tón en áður því allt þar til í liðinni viku hefur forsetinn ævinlega neitað því að hafa haft nokkra vitneskju um viðskipti Hunters.

Ekki er talið að vitnisburður Archers styrki forsetaframboð Bidens 2024, en ýmsir hafa hvatt hann til að hætta við það fyrir aldurs sakir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert